Kynbótaárið 2024 og hvað er framundan árið 2025?
Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur hjá RML, heldur fyrirlestur í félagsheimili Hestamannafélagsins Harðar fimmtudagskvöldið 16.janúar.
Í auglýsingu frá Herði segir að þar muni Þorvaldur þar fara yfir hrossaræktarárið 2024 og fjalla um hvað sé á döfinni á þessu ári.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 20:00 og verða kaffi og léttar veitingar í boði. Allir sem eru áhugsamir um hrossarækt eru hvattir til þess að mæta, njóta góðs félagsskapar og fræðast.