Kynbótasýningar Kynbótahross á Landsmóti

  • 22. júní 2024
  • Aðsend grein

Ævar Örn Guðjónsson og Marel frá Aralind á Landsmóti 2016. Ljósmynd: úr safni Eiðfaxi

Aðsend grein eftir Þorvald Kristjánsson

Þá er stórskemmtilegu dómavori að ljúka og að verða ljóst hvaða hross vinna sér inn þátttökurétt á Landsmóti

Á forsíðu WorldFengs má sjá Sýningarskrá fyrir Landsmót 2024 en þar kemur fram hvaða hross komast inn á Landsmót þegar yfirlitssýningum lýkur í dag, föstudaginn 21 júní. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið (til dæmis fleiri en ein hryssa í 15. sæti í flokki 7 vetra og eldri hryssna) þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu.

Eigendur hrossa sem vinna sér inn þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum eru beðnir um að láta vita fyrir klukkan 16:00 mánudaginn 24. júní, þannig hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Hægt er að gera það á thorvaldur@rml.is eða í síma 866-2199.

Afkvæmasýndir stóðhestar

Lágmörk vegna afkvæmasýninga stóðhesta miðast við kynbótamat aðaleinkunnar eins og það reiknast að afloknum sýningum á Íslandi vorið 2024 og fjölda dæmdra afkvæma. Öll dæmd afkvæmi hestanna liggja til grundvallar í kynbótamatinu. Öll afkvæmi sem fylgja hestunum skulu vera dæmd í kynbótadómi. Heiðursverðlaunahestum skulu fylgja 10 afkvæmi í sýningu en 1. verðlauna hestum 6 afkvæmi.

 

Flokkur Kynbótamat aðaleinkunnar / Kynbótamat aðaleinkunnar án skeiðs Fjöldi dæmdra afkvæma
Stóðhestar heiðursverðlaun 118 stig 50
Stóðhestar 1. Verðlaun 118 stig 15

 

Haft verður samband við eigendur stóðhesta sem eiga rétt á að koma með afkvæmahóp til sýninga á Landsmóti eftir helgina eða um leið og keyrslu á nýju kynbótamati verður lokið.

Bestu þakkir fyrir frábært samstarf í vor sýnendur, eigendur kynbótahrossa og starfsfólk sýninga!

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar