Heimsmeistaramót Kynbótahrossin frá Íslandi á HM

  • 16. júlí 2025
  • Fréttir

Hljómur frá Auðsholtshjáleigu knapi Árni Björn Pálsson

Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú birt endanlegan lista yfir þau kynbótahross sem munu mæta fyrir Íslands hönd á kynbótasýningu á HM.

Hverju landi er heimilt er að senda tvö hross í hvern aldursflokk, í flokki fimm, sex og sjö vetra og eldri kynbótahrossa, og þurfa hrossin að vera fædd í þau landi sem þau koma fram fyrir. Frá Íslandi koma hryssa og stóðhestur í hverjum aldursflokki.

Kynbótahross hljóta ekki titilinn heimsmeistarar í sínum flokki, enda er um að ræða ræktunarsýningu en ekki keppni.

 

Flokkur 5 vetra hrossa:

IS2020157382 Sörli frá Lyngási

Faðir: Pensill frá Hvolsvelli

Móðir: Athöfn frá Stykkishólmi

Sköpulag: 8,37 Hæfileikar 8,34 Aðaleinkunn 8,35

Sýnandi: Agnar Þór Magnússon

 

IS2020256298 Óskastund frá Steinnesi

Faðir: Adrían frá Garðshorni á Þelamörk

Móðir: Óskadís frá Steinnesi

Sköpulag: 8,29 Hæfileikar 8,85 Aðaleinkunn 8,65

Sýnandi: Árni Björn Pálsson

 

Flokkur 6 vetra hrossa:

IS2019176182 Drangur frá Ketilsstöðum

Faðir: Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum

Móðir: Tíbrá frá Ketilsstöðum

Sköpulag: 8,56 Hæfileikar 8,58 Aðaleinkunn 8,57

Sýnandi: Viðar Ingólfsson

 

IS2019255117 Ólga frá Lækjamóti

Faðir: Spaði frá Stuðlum

Móðir: Ísey frá Lækjamóti

Sköpulag: 8,05 Hæfileikar 8,65 Aðaleinkunn 8,44

Sýnandi: Benjamín Sandur Ingólfsson

 

Flokkur 7 vetra og eldri hrossa:

IS2018187052 Hljómur frá Auðsholtshjáleigu

Faðir: Organisti frá Horni

Móðir: Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu

Sköpulag: 8,76 Hæfileikar 8,78 Aðaleinkunn 8,77

Sýnandi: Árni Björn Pálsson

 

IS2015255410 Eind frá Grafarkoti

Faðir: Kiljan frá Steinnesi

Móðir: Kara frá Grafarkoti

Sköpulag: 8,37 Hæfileikar 8,85 Aðaleinkunn 8,69

Sýnandi: Bjarni Jónasson

 

www.lh.is

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar