Eiðfaxi TV Kynbótasýningar á Íslandi verða á EiðfaxaTV

  • 8. desember 2025
  • Fréttir

Karvel L. Karvelsson framkvæmdarstjóri RML og Magnús Benediktsson fyrir hönd Eiðfaxa við undirskrift samninga um útsendingu kynbótasýninga

Stórgæðingar úr smiðju ræktenda á Íslandi á EiðfaxaTV

Það er starfsfólki Eiðfaxa sannur heiður að tilkynna að kynbótasýningar á Íslandi árið 2026 verða sýndar á sjónvarpsstöð Eiðfaxa, EiðfaxaTV.

Kynbótasýningar á Íslandi eru eitt mest spennandi sjónvarpsefni í heimi hestsins. Á hverju ári koma þar fram hundruð til þúsund hrossa sem skara fram úr í sínum árgöngum, ekki aðeins hér heima heldur innan alls hrossakynsins. Allar vonir standa því til að á næsta ári, á Landsmótsári, að úrval gæðinga munu hlaupa um brautinar, en alls eru 19 sýningar áætlaðar auk Landsmótsins á Hólum í Hjaltadal.

Starfsfólk Eiðfaxa mun leggja sig fram um að færa áskrifendum okkar kynbótasýningar á eins fagmannlegan og vandaðan hátt og unnt er.

Eiðfaxi tók upp allar kynbótasýningar á Íslandi árið 2020, við hlökkum því innilega til komandi vors þegar sýningarnar hefjast að nýju á miðlum okkar, og erum afar stolt af því að bæta þeim formlega inn í okkar þéttu dagskrá. Með því höldum við áfram að efla EiðfaxaTV og þjónusta áskrifendur okkar af metnaði og alúð.

 

HÉR ER HÆGT AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ EIÐFAXA TV

Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.

Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar