Kynbótasýningu í Ellringen í Þýskalandi lokið

  • 22. maí 2020
  • Fréttir

Klakinn frá Skagaströnd í byggingardómi

Kynbótasýningu í Ellringen er nú lokið en alls voru 73 hross sýnd og þar af 70 í fullnaðardómi. Knapar þurftu að fara í einu og öllu eftir því sem Þýsk yfirvöld fyrirskipuðu vegan Covid-19.

Klakinn frá Skagaströnd hlaut hæstan dóm allra hrossa á sýningunni en fyrir sköpulag hlaut hann 8,72, fyrir hæfileika 8,53 og í aðaleinkunn 8,60. Hann hlaut 9,0 fyrir bak og lend, samræmi, fótagerð, hófa, brokk og fet. Klakinn er undan heiðursverðlaunahryssunni Sunnu frá Akranesi og heiðursverðlaunahestinum Álfi frá Selfossi.

Í samtali við Eiðfaxa lýsti knapi hans Þórður Þorgeirsson honum sem glæsilega sköpuðum hesti með góð gangskil og úrvals fet. Þá væri hann einnig rúmur á öllum gangi og fylginn sér.

Hér fyrir neðan má sjá hæst dæmdu hross sýningarinnar.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar