Landsamband hestamanna Landsliðshópur Íslands í hestaíþróttum 2024

  • 7. desember 2023
  • Fréttir
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum hefur valið úrtakshóp sinn fyrir starfsárið 2024.

Eftir frábæran árangu á liðnu ári þar sem Heimsmeistaramótið í Hollandi var hápunkturinn er ljóst að Ísland á tækifæri á að senda stóran hóp á næsta HM sem haldið verður í Sviss árið 2025 og undirbúningur er þegar farinn á fullan skrið.

Verkefni ársins eru mikil en hápunkturinn verður Norðurlandamótið í Herning í Danmörku 8-11 ágúst næstkomandi þar sem norðurlandaþjóðirnar etja kappi bæði í íþróttakeppni og gæðingakeppni og glöggt má sjá að hugur Sigurbjörns í sínu vali er einnig að sækja styrk í öfluga gæðingakeppnisknapa í bland við ríkjandi heimsmeistara og aðra knapa sem skarað hafa framúr á liðnu ári.

Hópurinn er skipaður eftirfarandi knöpum:

Ríkjandi heimsmeistarar:

  • Elvar Þormarsson Hestamannafélagið Geysir
  • Glódís Rún Sigurðardóttir Hestamannafélagið Sleipnir
  • Jóhanna Margrét Snorradóttir Hestamannafélagið Máni
  • Sara Sigurbjörnsdóttir Hestamannafélagið Geysir

Aðrir knapar:

  • Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hestamannafélagið Hörður
  • Ásmundur Ernir Snorrason Hestamannafélagið Geysir
  • Daníel Gunnarsson Hestamannafélagið Skagfirðingur
  • Gústaf Ásgeir Hinriksson Hestamannafélagið Fákur
  • Hans Þór Hilmarsson Hestamannafélagið Geysir
  • Helga Una Björnsdóttir Hestamannafélagið Þytur
  • Páll Bragi Hólmarsson Hestamannafélagið Jökull
  • Ragnhildur Haraldsdóttir Hestamannafélagið Sleipnir
  • Sigurður Vignir Matthíasson Hestamannafélagið Fákur
  • Sigurður Sigurðarson Hestamannafélagið Geysir
  • Teitur Árnason Hestamannafélagið Fákur
  • Viðar Ingólfsson Hestamannafélagið Fákur
  • Þorgeir Ólafsson Hestamannafélagið Borgfirðingur

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar