Landsliðshópur Noregs
Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í Sviss á næsta ári. Noregur hefur nú tilkynnt um landsliðshóp sinn en mörg sterka knapa og hesta er þar að finna og Norska landsliðið til alls líklegt á næsta ári.
Á meðal sterkra para sem líklega er að verði ofarlega á HM eru Anne Stina Haugen og Hæmir frá Hyldsbæk en þau þóttu líkleg til að blanda sér í baráttuna á síðasta heimsmeistaramóti en stuttu fyrir mót slasaðist Hæmir og var því ekki klár í slaginn á mótinu. Þau eru önnur á stöðulista FEIF í fjórgangi. Christina Lund og Lukku-Blesi frá Selfossi eru geysilega magnað par í fjórgangi og slaktaumatölti og eru á meðal efstu para í þeim greinum á stöðulistum. Nils Christian Larsen er ríkjandi Norðurlandameistari í fimmgangi á fyrrum heimsmeistaranum Gusti vom Kronshof og hann er til alls líklegur. Reynsluboltinn Stian Pedersen er þá einnig í hópnum á Spaða frá Barkarstöðum og athygli vekur að Hanne Smidesand á hinni geysifljótu Vináttu frá Árgerði er á meðal landsliðsknapa.
Noregur hefur ekki náð heimsmeistaratitli í hringvallargrein frá árinu 2013 þegar Oda Ugland var heimsmeistari ungmenna í tölti í fullorðinsflokki þarf að leita lengra aftur en Tina Kalmo Pedersen varð heimsmeistari í slaktaumatölt árið 2011.
Síðasti Norðmaður til að verða heimsmeistari var Lona Sneve sem varð heimsmeistari í 250 metra skeiði ungmenna árið 2019.
U21
Andreas Lie Sørensen – Djásn frá Arnbjörgum
Ane Jørgensborg – Absalon fra Skog
Elisa Lund Iskov – Arður frá Miklholti
Emma Skårbø – Hlýri fra Elvahøj
Frøydis Musdalslien – Kormákur frá Miðhrauni
Grete Fostervoll Flemmen – Sörli frá Arabæ
Hedda Finseraas Moldestad – Blökk frá Skjálg
Julie Thorsbye Andersen – Garpur frá Kjarri
Maren Brandsgård Skaug – Aþena fra Skogly
Nathalie Røe Skavnes – Smári frá Steinnesi
Pernille Hansen-Christiansen – Gimsteinn fra Hennum
Saga Knutsen Eriksdottir – Ýmir frá Selfossi
Silja Stefansdottir – Magni fra Kvalen
Thea Oxaas-Egge – Dans fra Sigersberg
NIHF ELITE
Agnes Helga Helgadottir – Sigur fra Jakobsgården
Anne Stine Haugen – Hæmir fra Hyldsbæk
Bjarne Fossan – Valíant fra Fossan
Christina Lund – Lukku-Blesi fra Selfossi
Hanne Smidesang – Vinátta frá Árgerði
Liv Runa Sigtryggsdottir – Milljón fra Bergkåsa
Mildrid Musdalslien – Kolbakur frá Morastöðum
Mona Fjeld – Hnjúkur frá Minni-Reykjum
Nils Christian Larsen – Gustur vom Kronshof
Stian Pedersen – Spaði frá Barkarstöðum