Landsliðsknapar hafa hestaskipti

Það voru ekki bara breytingar á landsliðinu hjá fullorðnu knöpunum því einnig urðu breytingar á U21 hópnum.
Þegar hópurinn var kynntur í byrjun júlí tiltók Hekla Katharína Kristinsdóttir þjálfari U21 landsliðsins ekki hvaða hest Herdís Björg Jóhannsdóttir myndi mæta með á heimsleikana í ágúst en það er nú komið á hreint. Herdís Björg er ríkjandi heimsmeistari í tölti og átti því sæti í liðinu.
Komið er í ljós á hvaða hesti hún mætir en hún mun mæta með Kormák frá Kvistum. Jóhanna Margrét Snorradóttir ætlaði upphaflega með Kormák á mótið en eins og tilkynnt var í dag að þá hefur hún haft hestaskipti og Kormákur kominn til Herdísar.
Í spilaranum hér að neðan fer Hekla Katharína, landsliðsþjálfari, yfir atburðarás síðustu daga.
Endanlegur hópur
- Herdís Björg Jóhannsdóttir Kormákur frá Kvistum Tölt og Fjórgangur (ríkjandi heimsmeistari í tölti)
- Jón Ársæll Bergmann Harpa frá Höskuldsstöðum Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum)
- Kristján Árni Birgisson Krafla frá Syðri-Rauðalæk 250m. og 100 m. skeið
- Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti Slaktaumatölt T2
- Matthías Sigurðsson Magnea frá Staðartungu Gæðingaskeið og 250 m. skeið
- Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka Fjórgangur V1 og tölt T1
- Þórgunnur Þórarinsdóttir Djarfur frá Flatatungu Fimmgangur F1, tölt T1 og gæðingaskeið PP1