Landsmótssigurvegari á leið úr landi

  • 27. apríl 2021
  • Fréttir

Landsmótssigurvegarinn Eldjárn frá Skipaskaga er nú seldur til erlendra aðila og fer af landi brott, nánar tiltekið til Svíþjóðar, í haust.

Áður en að því kemur millilendir hann á Sindrastòðum Lækjamóti II í Vestur-Húnavatnssýslu þar sem hann mun sinna hryssum í sumar.

Eldjárn stóð efstur 4.vetra stóðhesta á Landsmótinu í Víðidal árið 2018 þar sem hann hlaut 8,44 í aðaleinkunn. Hann hlaut svo sinn hæsta dóm árið 2020 8,74 fyrir sköpulag, Þar sem hæst ber 10 fyrir prúðleika og 9,5 fyrir fótagerð. Þá hlaut hann 9,0 fyrir samræmi og hófa.

Fyrir hæfileika hlaut hann 8,71 og í aðaleinkunn 8,72. Hlaut hann einkunnina 9,0 fyrir tölt, skeið, samstarfsvilja og fegurð í reið. Sýnandi Eldjárns er Daníel Jónsson. Eldjárn er ræktaður af Jóni Árnasyni og er undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu II og Glímu frá Kaldbak.

Eins og áður segir mun hann halda til Svíþjóðar í haust en fyrirhugað er að James Bóas Faulkner verði knapi hans.

 

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar