Langar þig að vera partur af heimsmeistaramótslaginu 2023?

  • 6. desember 2021
  • Fréttir

Mynd: Isibless.de

Allir geta tekið þátt

Skipuleggjendur heimsmeistaramótsins 2023 í Oirschot í Hollandi hrintu af stað frekar óvenjulegu verkefni um helgina.

Nú geta allir aðdáendur íslenska hestsins fengið tækifæri á að vera hluti af opinbera lagi heimsmeistaramótsins 2023. „Ertu söngvari? Í kór, í sturtunni, í bíl, á hestbaki, á meðan þú mokar skít, fyrir börnin þín eða í höfðinu á þér? Þá er þetta tækifærið þitt að verða partur af opinbera lagi HM2023. Hvernig virkar það? Við höfum beðið Jula, Naomi og Gijs, tónskáld og listamenn sem gerðu opinbera lagið árið 2017, að búa til töfra sína aftur. Þau hafa samið frábært lag og vantar núna bakradda söngvara.“ segir í tilkynningu frá mótshöldurunum.

Ef þig langar að taka þátt þá hefurðu tvær vikur eða til 17. desember 2021 til að taka upp hljóðbrot. Eina sem þú þarft að gera er að taka upp nokkrar línur á símann þinn eða tölvu og senda þær inn. Það eru engin takmörk á fjölda radda sem geta tekið þátt. Fyrir frekari leiðbeiningar kíkjið á heimasíðu heimsmeistaramótsins: www.wc2023.nl

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar