Langflest hross dæmd á Íslandi í ár
Hjör frá Völlum var eitt þeirra hrossa sem kom til dóms í ár hér á Landssýningunni knapi: Jakob Svavar Mynd: Louisa Hackl
Nú þegar kynbótaárinu er lokið er gaman að velta fyrir sér ýmsum fróðleik er tengist því.
Alls voru 1933 fullnaðardómar kveðnir upp í ár í 8 mismunandi löndum. Langflestir þeirra voru á Íslandi eða alls 1222. Af þeim löndum þar sem kynbótasýningar voru haldnar voru fæstir fullnaðardómar í Finnlandi alls 9.
Í 288 skipti var eingöngu um sköpulagsdóm að ræða en eins og í fullnaðardómum voru flestir þeirra á Íslandi eða 165 talsins, fæstir þeirra voru í Swiss eingöngu 2.
Hér fyrir neðan má sjá töflur með fjölda dóma annars vegar í fullnaðardómi og hins vegar á sköpulagi.
Fullnaðardómar
| Land | Fjöldi |
| Ísland | 1222 |
| Svíþjóð | 289 |
| Þýskaland | 206 |
| Danmörk | 107 |
| Austurríki | 44 |
| Noregur | 43 |
| Swiss | 13 |
| Finnland | 9 |
Sköpulagsdómar
| Land | Fjöldi |
| Ísland | 165 |
| Svíþjóð | 53 |
| Danmörk | 32 |
| Þýskaland | 17 |
| Finnland | 10 |
| Austurríki | 6 |
| Noregur | 3 |
| Swiss | 2 |
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Tilnefningar til keppnishestabús ársins