Laufskálarétt á morgun
Laufskálarétt í Hjaltadal verður haldin laugardaginn 28. september kl. 13:00.
Öllum er heimilt að taka þátt í stóðrekstrinum en lagt er af stað frá áningarhólfi hestamanna við Sleitustaði og frá Laufskálarétt ekki seinna en kl. 10:30. Stóðið er rekið af stað úr Kolbeinsdal upp úr kl. 11:30 frá afréttarhliðinu við Unastaði.
Stóðrekstrarstjóri í dalnum er Erlingur Garðarsson s: 8487412 og Bergur Gunnarsson á Narfastöðum hefur yfirumsjón með réttarstörfum s: 8986755.