Laufskálaréttir eru á laugardaginn eftir viku

Þetta er ein af vinsælustu stóðréttum landsins og er yfirleitt mikið fjör og gleði í Skagafirðinum þessa helgi. Árlega Laufskálaréttarsýningin fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn og er forsala miða hafin á N1 Sauðárkróki.
„Skagfirsk skemmtun þar sem hestar, gleði, söngur og glaðlyndir gestir verða í fyrirrúmi!“ segir í viðburðinum á Facebook.