Laust pláss í Suðurlandsdeildinni

  • 14. janúar 2023
  • Tilkynning
Pláss fyrir eitt lið í Suðurlandsdeildinni

Þar sem eitt lið hefur sagt sig frá Suðurlandsdeildinni 2023 þá hefur stjórn deildarinnar tekið ákvörðun um að auglýsa eitt laust pláss í deildinni fyrir komandi tímabil.

Umsókn skal send á sudurlandsdeildin@gmail.com. Liðin þurfa að vera skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Í öllum greinum nema skeiði keppa 2 áhugamenn og 2 atvinnumenn, í skeiði keppir 1 áhugamaður og 1 atvinnumaður. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð.
Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum.
Áhugamaður: Er að lágmarki 22 ára á árinu og má ekki hafa keppt í meistaraflokk síðustu 2 ár.

Keppniskvöldin verða fjögur:
7. mars – Parafimi
21. mars – Fjórgangur
4. apríl – Fimmgangur
18. apríl – Tölt og skeið
21. apríl – lokahóf

Stjórn Suðurlandsdeildarinnar hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylli inngangsskilyrði. Þátttökugjald 2023 er 160.000 kr. Innifalið í gjaldinu eru tveir æfingatímar í Rangárhöllinni fyrir hvert keppniskvöld.

Allar spurningar sem og umsóknir vegna Suðurlandsdeildar skulu sendar á sudurlandsdeildin@gmail.com

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar