Leana og Björgvin stigahæstu knaparnir

Lokamót Áhugamannadeildar Norðurlands fór fram í gær í Léttishöllinni á Akureyri. Keppt var í tölti og voru það þær Leana Anna og Hjördís Einarsdóttir sem unnu sitthvorn flokkinn. Einnig kom í ljós hvaða knapar og lið voru stigahæst eftir tímabili
Í einstaklingskeppni í flokki minna keppnisvanra varð stigahæst Leana Anna en hún reið til úrslita í öllum þremur greinum í vetur líkt og Sigríður Fjóla Viktosdóttir sem kom fast á hæla hennar og endaði í öðru sæti.
Niðurstaða í einstaklingskeppni minna vanir:
1. Leana Anna 80 stig
2. Sigríður Fjóla Viktorsdóttir 71.5 stig
3. Rakel Eir Ingimarsdóttir 68 stig
4. Guðmundur Sigfússon 60 stig
5. Melanie Hallbach 57.5 stig

Leana Anna vann einstaklinskeppnina í flokki minna vana
Björgvin stigahæstur í flokki meira vana
