Benedikt með fyrirlestur um leiðina að gullinu

  • 9. janúar 2024
  • Tilkynning
Mun hann meðal annars koma inn á þjálfunarferli hests og knapa, markmiðasetningu og leiðina til að halda gleðinni í verkefni dagsins

Heimsmeistarinn Benedikt Ólafsson mun halda fyrirlestur 14. janúar í Harðarbóli, félagsheimili hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbær.

„Þar mun hann meðal annars koma inn á þjálfunarferli hests og knapa, markmiðasetningu og leiðina til að halda gleðinni í verkefni dagsins sama hvað gengur á. Þrátt fyrir ungann aldur þá lumar hann Bensi á fullt af gullmolum,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Fyrirlesturinn er opinn öllum.
Dagsetning og tími: 14. janúar kl. 13:00
Harðarból, Mosfellsbær
Verð er 1.000 kr.
Frítt fyrir 21 ára og yngri.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar