Leiðin að gullinu – Menntahelgi

  • 13. nóvember 2024
  • Fréttir

Helgin 30. nóvember – 1. des 2024 verður sannkölluð menntahelgi í reiðhöllinni í Víðidal. Á laugardeginum munu A-landsliðknaparnir okkar vera með kennslusýningar og á sunnudeginum verða tvær stórglæsilegar sýningar þar sem annarsvegar munu koma fram knapar í U21 landsliðinu og hinsvegar knapar í hæfileikamótun LH.

Þetta er frábært tækifæri fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að skyggnast inn í aðferðafræði landsliðsknapanna okkar, fræðast um þjálfun þeirra með hesta sína og skyggnast inn í undirbúning þeirra í upphafi vetrar.

Nú er HM ár framundan, og íslenska landsliðið komið á fullt í sinn undirbúning og ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja þegar á hólminn er komið.

Takið helgina frá, notið tækifærið og sækið ykkur fróðleik hjá knöpum á hæsta stigi reiðmennskunnar og styrkið landsliðið okkar til dáða inn í mikilvægt tímabil.

Föstudagskvöldið 30. nóv mun verður upphitun fyrir helgina, en þá mun fara fram PubQuiz í reiðhöllinni í Víðidal sem enginn hestamaður vill missa af.

 

Kaupa miða

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar