Lena Maxheimer reiðkennari ársins hjá FEIF
Lena Maxheimer er reiðkennari ársins 2023 hjá FEIF en fyrir fulltrúaþing FEIF fór fram netkosning þar sem kjósendur gátu valið um einn reiðkennara sem var tilnefndur af sínu aðildarlandi.
Eftirfarandi reiðkennarar/leiðbeinendur voru tilnefndir af landssamtökum sínum í stafrófsröð:
- Dana Hausherr (Sviss)
- Emma Möller Ljungqvist (Svíþjóð)
- Fia Bergman (Finnland)
- Jacqueline Van Den Heuvel (Belgía)
- Jana Meyer (Bandaríkin)
- Lena Maxheimer (Þýskaland)
- Þorsteinn Björnsson (Ísland)