Heimsmeistaramót Lena Maxheimer tók gullið til Þýskalands

  • 10. ágúst 2025
  • Sjónvarp Fréttir

Lena Maxheimer er heimsmeistari í fimmgangi. Ljósmynd: Henk & Patty

Síðustu úrslit heimsmeistaramótsins voru í fimmgangi fullorðinna. Þar áttu Íslendingar tvo fulltrúa þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi og Glódísi Rún Sigurðardóttur á Snillingi frá Íbishóli.

Það varð Lena Maxheimer sem stóð uppi sem heimsmeistari á Abel frá Nordal með einkunnina 7,71 en þau leiddu einnig keppnina að forkeppni lokinni. Önnur varð landa hennar frá Þýskalandi, Frauke Schenzel á Óðni vom Habichtswald með einkunnina 7,64. Elvar varð þriðji og hlaut brons með einkunnina 7,17, jafn Anne Frank Andreasen á Vökli frá Leirubakka. Glódís Rún og Snillingur hlutu 7,02 og enduðu í fimmta sætinu.

 

# Knapi Hestur Einkunn
1 Lena Maxheimer Abel fra Nordal 7.71
2 Frauke Schenzel Óðinn vom Habichtswald 7.64
3 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi 7.17
3 Anne Frank Andresen Vökull frá Leirubakka 7.17
5 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli 7.02
6 Pierre Sandsten-Hoyos Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu 5.36

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar