Lið Járnkarlsins

  • 19. desember 2019
  • Fréttir
fyrsta liðið til kynningar í Meistaradeid Ungmenna 2020

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild ungmenna 2020 er lið Járnkarlsins. Í því liðið eru fjóriri ungir og efnilegir knapar sem allir hafa náð góðum árangri á keppnisbrautinni, en þetta eru þau Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir, Thelma Dögg Tómasdóttir, Hafþór Hreiðar Birgisson og Katrín Eva Grétarsdóttir

Liðstjóri er Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir. Gyða er 18 ára gömul og stundar sína hestamennsku á Selfossi en hún er við nám í Fsu á hestabraut skólans. Hún hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og er í Hestamannafélaginu Sleipni á Selfossi.

Thelma Dögg Tómasdóttir er 19 ára gömul og er í Hestamannafélaginu Smára. Hún stundar einnig nám við Fsu á hestabraut og býr á Kálfhóli á Skeiðum þar sem hún stundar hestamennsku.

Hafþór Hreiðar Birgisson er 19 ára gamall og er í hestamannfélaginu Spretti. Hann stundar nám við Háskóla Íslands í viðskiptafræði.

Katrín Eva Grétarsdóttir er 20 ára gömul og stundar hún nám við Háskólann á Hólum. Katrín er í hestamennafélaginu Háfeta í Þorlákshöfn.

Mynd sem fylgir fréttinni er af Gyðu Sveinbjörgu og Skálmöld frá Eystra-Fróðholti

Thelma Dögg og Bósi frá Húsavík

Thelma Dögg og Bósi frá Húsavík

Hafþór Hreiðar og Von frá Meðalfelli

Hafþór Hreiðar og Von frá Meðalfelli

Katrín Eva og Gyllir frá Skúfslæk

Katrín Eva og Gyllir frá Skúfslæk

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar