1. deildin í hestaíþróttum Lið Laxárholts/Mýrdals í 1. deildinni

  • 8. febrúar 2024
  • Tilkynning
Liðakynning á liðum í 1. deildinni í hestaíþróttum

Undirbúningur fyrir 1. deildina í hestaíþróttum er hafinn en fyrsta mótið verður 23. febrúar og þá verður keppt í fjórgangi. Deildin hefur hafið liðakynningu og þriðja liðið sem deildin kynnir til leiks er lið Laxárholts/Mýrdals

Hér fyrir neðan er liðakynningin á liði Laxárholts/Mýrdals

Ásdís Ósk Elvarsdóttir

Sjálfstætt starfandi tamningakona. Útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.

Rakel Katrín Sigurhansdóttir

Eigandi Fáka-Far hestafluttninga ásamt Sævari Haralds manni sínum. Rakel þjálfar hrossin sín allan liðlangan daginn í Herði í Mosfellsbæ. Hún og Sævar eiga hrossarækt sem nefnist Traðarholt og þar hafa þau ræktað þó nokkur hross sem eru farin að láta ljós sitt skína og einhver munu vonandi sjást í keppninni í vetur.

Sigríður Pjétursdóttir

Reiðkennari og á og rekur Hestamiðstöðina Sólvang ehf. á Sólvangi við Eyrarbakka- þar sem stunduð er m.a. hrossarækt og hestatengd ferðaþjónusta. Hún var mikið á keppnisbrautinni í fyrri tíð og er margfaldur Íslandsmeistari og Landsmóts sigurvegari en hefur í seinni tíð mikið sinnt kennslu og dómstörfum.

Sunna Sigríður Guðmundsdóttir

Nýútskrifuð frá Hólum með Bs í reiðkennslu og reiðmennsku. Starfa við tamningar og þjálfun hrossa í Keflavík.

Tinna Rut Jónsdóttir

Liðsstjóri, Starfar sem tamningamaður eins og er í félagssvæði Borgfirðings í Borgarnesi. Er ný tekin við búskap í Mýrdal og er að setja upp tamningar aðstöðu þar, var með tamningar aðstöðu í Laxárholti. Rækta hross undir nafninu Laxárholt og Mýrdalur. Hún fær um 1-3 folöld á ári.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar