Lið Stafholtshesta

Nú styttyst í fyrstu keppnisgrein og við kynnum næsta lið til leiks fyrir Samskipadeildina, Áhugamannadeild Spretts 2025, lið Stafholthesta.
Liðið keppti undir merkjum Mustad Autoline á síðasta tímabili en hefur farið í gegnum töluverða endurnýjun.
Patricia Ladina Hobi, Gunnar Eyjólfsson og Sveinbjörn Bragason eru á sínum stað en nýjar inn í liðið þetta árið koma Þórunn Hannesdóttir og Hrönn Ásmundsdóttir.
Liðið samanstendur af Kópavogs- og Reykjanesbúum og sérstaklega gaman er að sjá einn Grindvíking úr Brimfaxa í hópnum.
Þórunn Hannesdóttir er liðsstjóri og Snorri Ólason er þjálfarinn.
Þórunn Hannesdóttir, Hestamannafélaginu Spretti, 39 ára, 175 cm, Fiskur
Hrönn Ásmundsdóttir, Hestamannafélaginu Mána, 53 ára, 166 cm, Sporðdreki
Sveinbjörn Bragason, Haestamannafélaginu Spretti, 40 ára, 188 cm, Vatnsberi
Patricia Ladina Hobi, Hestamannafélaginu Brimfaxa, 33 ára, 167 cm, Krabbi
Gunnar Eyjólfsson, Hestamannafélaginu Mána, 62 ára, 173 cm, Vog
Áhugamannadeildin rúllar af stað fimmtudaginn 20. febrúar. Frítt inn og veitingasalan verður á sínum stað.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.
Fylgið okkur á samfélagssmiðlum,
Instagram.com/ahugamannadeildspretts –
facebook.com/ahugamannadeildin