Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts lið Stólpa Gáma

  • 12. febrúar 2025
  • Fréttir
Samskipadeildin- Liðakynning
Næsta lið sem við kynnum til leiks fyrir Samskipadeildina, Áhugamannadeild Spretts 2025 er lið Stólpa Gáma.
Liðið tók þátt í deildinni í fyrra. Sigurður Tyrfingsson er liðsstjóri og var í liðinu í fyrra ásamt Ernu Jökulsdóttur en ný inn koma Sprettararnir Brynja Pála, Eiríkur Davíðsson og Júlía Gunnarsdóttir. Þau ættu því að vera öllum hnútum kunnug í Samskipahöllinni og við hlökkum til að sjá þau mæta í braut á komandi tímabili.
Sigurður Tyrfingsson, Hestamannafélaginu Sprett, 64 ára, 174 cm, Steingeit
Brynja Pála, Hestamannafélaginu Sprett, 23 ára, 158 cm, Ljón
Erna Jökulsdóttir, Hestamannafélaginu Sprett, 25 ára, 167 cm, Steingeit
Eiríkur Davíðsson, Hestamannafélaginu Sprett, 60 ára, 183 cm, Hrútur
Júlía Gunnarsdóttir, Hestamannafélaginu Sprett, 22 ára, 156 cm, Meyja
Samskipadeildin rúllar af stað fimmtudaginn 20. febrúar. Frítt inn og veitingasalan verður á sínum stað.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.
Fylgið okkur á samfélagssmiðlum,

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar