Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Lið Sveitarinnar

  • 18. febrúar 2025
  • Fréttir
Liðakynning í Samskipadeildinni

Nú kynnum við næsta lið til leiks fyrir Samskipadeildina, Áhugamannadeild Spretts 2025, lið Sveitarinnar. Áfram í liðinu eru Árni Geir Eyþórsson, Guðmundur Ásgeir Björnsson og Sólveig Þórarinsdóttir. Nýir knapar inn í liðið eru Jóhann Tómas Egilsson og Erla Katrín Jónsdóttir.

Sveitin samanstendur af knöpum á höfuðborgarsvæðinu. Kannskihjartað slái í sveitinni engu að síður.

Sólveig Þórarinsdóttir er liðsstjóri.

Jóhann Tómas Egilsson, Hestamannafélaginu Spretti, 53 ára, 185 cm, Fiskur
Sólveig Þórarinsdóttir, Hestamannfélaginu Fáki, 60 ára, 167 cm, Tvíburi
Árni Geir Eyþórsson, Hestamannfélaginu Fáki, 52 ára, 180 cm, Fiskur
Erla Katrín Jónsdóttir, Hestamannfélaginu Fáki, 32 ára, 165 cm, Krabbi
Guðmundur Á Björnsson, Hestamannfélaginu Fáki, 62 ára, 178 cm, Meyja

 

Samskipadeildin rúllar af stað fimmtudaginn 20. febrúar. Frítt inn og veitingasalan verður á sínum stað.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.

 

Fylgið okkur á samfélagssmiðlum,
Instagram.com/ahugamannadeildspretts –
facebook.com/ahugamannadeildin

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar