Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Lið Tommy Hilfiger í Samskipadeildinni

  • 16. febrúar 2025
  • Tilkynning
Næsta lið sem kynnt er til leiks í Samskiptadeildinni, Áhugamannadeild Spretts 2025, er lið Tommy Hilfiger.

Þrír knapar voru í sigurliði síðasta árs, þau Valdimar Ómarsson, Hrafnhildur Blöndahl og Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og ný í deildinni eru sprettararnir Brynja Viðarsdóttir og Sigurbjörn Eiríksson. Lið er því einungis skipað Sprettsfólki.

Liðsstjóri er Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og þjálfari liðsins er Berglind Ragnarsdóttir.

  • Guðlaug Jóna Matthíasdóttir, Hestamannafélaginu Spretti, 34 ára, 180 cm, Bogmaður
  • Brynja Viðarsdóttir, Hestamannafélaginu   Spretti, 60 ára, 175 cm, Spordreki
  • Hrafnhildur Blöndahl, Hestamannafélaginu Spretti, 37 ára, 173 cm, Ljón
  • Sigurbjörn Eiríksson, Hestamannafélaginu Spretti, 56 ára, 180 cm, Meyja
  • Valdimar Ómarsson, Hestamannafélaginu Spretti, 42 ára, 186 cm, Hrútur

Samskipadeildin rúllar af stað fimmtudaginn 20. febrúar. Frítt er inn og verður veitingasalan á sínum stað. Keppnin verður einnig sýnd í beinni á www.eidfaxitv.is svo tryggðu þér áskrift.

Fylgið Áhugamannadeildinni á samfélagsmiðlum, Instagram og Facebook.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar