Lið Uppsteypu og Guðmar Þór sigra Vesturlandsdeildina 2023

Lokahóf Vesturlandsdeildarinnar fór fram í gærkvöldi og var mikið um dýrðir,
Lið Uppsteypu sigraði deildina með 230,5 stig. Guðmar Þór Pétursson var stigahæsti knapi deildarinnar í ár með 47 stig.

Guðmar Þór Pétursson sigurvegari einstaklingskeppninar 2023 Ljósmynd: Brynja Gná Heiðarsdóttir
Þrír stigahæstu knapar Vesturlandsdeildarinnar 2023
1. Guðmar Þór Pétursson með 47 stig
2. Daniel Jónsson með 28 stig
3. Haukur Bjarnason með 27,5 stig

Lið Uppsteypu. Ljósmynd: Brynja Gná Heiðarsdóttir
Stigahæstu lið deildarinnar 2023
1. sæti Uppsteypa með 230,5 stig
2. sæti Laxárholt með 184,5 stig
3.-4. sæti Söðulsholt/Hergill 182 stig
3.-4. sæti Hestaland 182 stig
5. sæti Team Hestbaak með 134.5 stig
6. sæti – Berg 113.5 stig
Stjórn Vesturlandsdeildarinnar vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem komu að mótaröðinni með okkur í vetur sem og styrktaraðilum deildarinnar.
Án ykkar væri þetta ekki hægt.