Liðakynning á liði Syðra-Skörðugils
Áhugamannadeild Norðurlands hefur göngu sína nú í vetur en deildin er ætluð áhugafólki í hestamennsku. Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum og verða keppniskvöldin þrjú þar sem keppt verður í fjórgangi, fimmgangi og tölti.
Stjórn deildarinnar er byrjuð með liðakynningu og er fyrsta liðið sem þau kynna til leiks lið Syðra-Skörðugils. Knapar eru eftirfarandi:
Meira keppnisvanir áhugamenn:
Þóranna Másdóttir, liðsstjóri
María Ósk Ómarsdóttir
Spire Ohlsson
Minna keppnisvanir áhugamenn:
Sigríður Fjóla Viktorsdóttir
Unnur Erla Sveinbjörnsdóttir
Leana Anna
Þjálfari þeirra er Líney María Hjálmarsdóttir, reiðkennari.