Liðakynning Uppsveitadeildarinnar

  • 8. janúar 2023
  • Fréttir

Uppsveitadeildin verður á sýnum stað í vetur í reiðhöllinni á Flúðum. Fyrsta keppniskvöldið er 10. febrúar en keppt verður í fjórgangi. Mótin eru með ca. mánaðar millibili en næst er keppt í fimmgangi 10. mars og lokamótið er 14. apríl en þá er keppt í skeiði og tölti.

Stjórn Uppsveitadeildarinnar er byrjað að kynna liðin sem keppa í deildinni í vetur. Næsta lið sem við kynnum til leiks í Uppsveitadeildinni eru Snæstaðir.

 

Liðið skipa:

Þorgils Kári Sigurðsson  Þjálfari á Kolsholti og skemmtistjóri liðsins.

Birgitta Bjarnadóttir  Þjálfari á Sumarliðabæ og íþróttadómari.

Þorgeir Ólafsson  Þjálfari á Sumarliðabæ, búinn að sigra bæði skeið og einstaklingskeppni uppsveitadeildar síðastliðin 3 ár.

Þórdís Inga Pálsdóttir  Þjálfari á Hvoli í Ölfusi, menntaður reiðkennari frá Hólum.

Sævar Örn Sigurvinsson Starfar að Arabæ sem rófu og ferðaþjónustubóndi , er einnig íþróttadómari og þjálfar nokkur hross með vinnu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar