Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum Liðakynning Vesturlandsdeildarinnar – Lið Laxárholts

  • 19. janúar 2023
  • Tilkynning
Fyrsta liðið sem deildin kynnir til leiks er lið Laxárholts

Vesturlandsdeildin verður á sýnum stað í vetur í reiðhöllinni á Borgarnesi. Fyrsta keppniskvöldið er 24. febrúar en keppt verður í fjórgangi en hér fyrir neðan er dagskrá deildarinnar.

Dagskrá
  • Fjórgangur V1 föstudaginn 24. febrúar
  • Slaktaumatölt T2 föstudaginn 10. mars
  • Gæðingafimi föstudaginn 24. mars
  • Fimmgangur F1 miðvikudaginn 5. apríl
  • Tölt T1 og Flugskeið/100m föstudaginn 21. apríl

Stjórn deildarinnar er byrjuð að kynna liðin sem keppa í deildinni í vetur og fyrsta liðið sem þau kynna til leiks í Vesturlandsdeildinni 2023 er lið Laxárholts

Liðakynning

Tinna Rut Jónsdóttir, liðsstjóri
Tamningakona í Laxárholti. Er með svakalega hestaveiki sem er ólæknandi 🙂

Benedikt Þór Kristjánsson
Búsettur á Akranesi þar sem hann er að temja og þjálfa hross.

Heiða Dís Fjeldsted
Bý í Ferjukoti og rek þar tamningarstöð. Er menntuð reiðkennari og tamningarmaður frá Hólum.

Rakel Sigurhansdottir
Mosfellingur i húð og hár. Rek Fákafar hestaflutninga ásamt kærastanum Sævari Haraldssyni og erum með ræktun frá Traðarholti Er meira i hesthúsinu en heima hjá mér.

Iðunn Silja Svansdóttir
Býr í Borgarnesi þar sem hún stundar þjálfun og tamningar.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar