Lífland flytur eftir 27 ár á Lynghálsi

  • 14. nóvember 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Arnar Þórisson forstjóra Líflands
Lífland flytur nú verslun sína frá Lynghálsi í Reykjavík yfir í nýtt og glæsilegt húsnæði á Korputorgi. Nýja verslunin opnar föstudaginn 21. nóvember.

Að sögn fyrirtækisins hefur starfsfólk unnið markvisst að því að tryggja að viðskiptavinir muni áfram njóta sama fjölbreytta vöruúrvals og þjónustu og áður var í versluninni að Lynghálsi. Lífland þakkar viðskiptavinum sínum kærlega fyrir heimsóknir og viðskipti á undanförnum árum og hlakkar til að taka á móti þeim í stærri og nútímalegri verslun á Korputorgi.

Vegna flutninga verður þjónusta takmörkuð dagana 18.–20. nóvember og verslunin að Lynghálsi verður lokuð á þeim tíma. Viðskiptavinir eru hvattir til að gera ráðstafanir og tryggja sér nauðsynjavörur fyrirfram.

Lífland er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins á sviði landbúnaðar og hestamennsku. Fyrirtækið rekur verslanir víða um land og býður upp á fjölbreytt vöruúrval fyrir hestaíþróttir, dýrahald og útivist. Þá stendur fyrirtækið á bak við vörumerkin Kornax og Nesbú, rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga og hefur skrifstofur og lager í Brúarvogi í Reykjavík. Verslanir Líflands eru staðsettar í Borgarnesi, á Akureyri, Hvolsvelli, Blönduósi, Selfossi og frá og með 21. nóvember á Korputorgi í Reykjavík.

Í tilefni af flutningunum hittu blaðamenn Eiðfaxa á Arnar Þórisson, forstjóra Líflands, og ræddu við hann um flutninganna. Viðtalið við hann má horfa á í spilaranum hér að neðan.

 

Verslun Líflands á Lynghálsi

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar