Lífland opnar á Korputorgi
Núna í morgun opnaði ný og glæsileg verslun Líflands á Korputorgi. Með góðu og samstilltu átaki samhents hóps náðist að hanna og setja upp nýja verslun á mettíma. Þar með er lokið 27 ára tilveru verslunar í Lynghálsi 3, versluninni sem hóf starfsemi undir merkjum MR-búðarinnar 1998.
Nýja verslunin er 1000 fermetrar að grunnfleti, eða um 20% stærri en verslunin í Lynghálsi og í rýminu er bæði bjart og hátt til lofts. Í nýja rýminu er ýmsum vörum gerð mun betri skil en á fyrri stað, enda höfðu margir vöruflokkar vaxið mikið á liðnum árum og voru búnir að sprengja af sér fyrra húsnæði.
Mánudaga til föstudaga frá kl: 9:00 til 17:00
Laugardaga frá kl: 10:00 til 15:00
Blaðamaður Eiðfaxa kíkti á nýju verslunina og spjallaði við Arnar Þórisson forstjóra.
Símanúmer verslunar er: 540-1125
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Norðmenn verðlaunuðu sitt fólk á haustráðstefnu