Líflandsdeildin og B.E deildin verður 1. apríl

Keppni í Líflandsdeildinni og B.E. deildinni heldur áfram 1. apríl og keppt verður í slaktaumatölti.
Keppt verður í slaktaumatölti T6 í barnaflokki, slaktaumatölti T4 í unglingaflokki, slaktaumatölti T2 í ungmenna flokki. Skráningargjald í þessa flokka er 2.500 kr.
Einnig verður keppt í slaktaumatölti T4 2. flokki og slaktaumatölti T2 í 1. flokki og skráningargjald 3.500 kr.
Skráning fer fram á Sportfeng en skráningarfrestur er til 29. mars.