Líklegir til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi

  • 27. nóvember 2023
  • Fréttir
Líklegir afkvæmahestar á næsta Landsmóti

Til að stóðhestur hljóti fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi verður hann að uppfylla tvö skilyrði; 118 stig í kynbótamati og að lágmarki 15 dæmd afkvæmi. Í framhaldi af því að hross hljóta nú tvær aðaleinkunnir, með og án skeiðs, eru stóðhestum sem hljóta 118 stig eða meira í aðaleinkunn kynbótamats án skeiðs nú líka veitt afkvæmaverðlaun. Áfram verður þó miðað við aðaleinkunn kynbótamatsins þegar hestum er raðað í verðlaunasæti á stórmótum.

Eftirfarandi hestar eru líklegir til að hljóta fyrstu verðlaun og koma fram á næsta Landsmóti með afkvæmahópum sínum. Þeim er raðað eftir aðaleinkunn kynbótamatsins eins og það stendur nú. Það er þó misjafnt hversu mörg afkvæmi þessara hesta þurfa að koma til dóms til að þeir nái lágmörkum og hversu mörg afkvæmi þeir eiga.

Einn stóðhestur hefur nú þegar náð þessum lágmörkum þegar þetta er skrifað en það er Þráinn frá Flagbjarnarholti með 16 dæmd afkvæmi og 133 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins. Að öllu óbreyttu mætir hann því eð afkvæmahóp á Landsmót í Reykjavík á næsta ári.

Nafn Uppruni Dæmd afkvæmi Kynbótamat
Þráinn Flagbjarnarholti 16 133
Adrían Garðshorni 7 132
Ísak Þjórsárbakka 8 129
Apollo Haukholtum 12 127
Glúmur Dallandi 10 124
Útherji Blesastöðum 4 124
Þór Torfunesi 3 123
Ljúfur Torfunesi 3 123
Rauðskeggur Kjarnholtum 2 122
Dagfari Álfhólum 14 121
Snillingur Íbishóli 8 121
Vökull Efri-Brú 9 120
Atlas Hjallanesi 6 120
Lexus Vatnsleysu 12 119

 

Tekið skal fram að stóðhestar í öðrum löndum sem eru að nálgast eða hafa náð lágmörkum til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi eru ekki með á listanum. Listinn miðast við þá hesta sem gætu komið fram með afkvæmahóp á næsta Landsmóti. 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar