Líklegir til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi

  • 29. apríl 2020
  • Fréttir

Óskarsteinn er einn af þeim hestum sem líklegur er til að hljóta heiðursverðlaun í ár

Nýtt kynbótamat var birt nú á dögunum með endurbætum eins og kom fram í grein er birtist á Eiðfaxa og má lesa með því að smella hér.

Þessar breytingar urðu ekki til þess að breytingar verði gerðar á verðlaunastigum fyrir stóðhesta varðandi afkvæmaverðlaun. Til 1.verðlauna fyrir afkvæmi þarf stóðhestur ennþá 118 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins og 15 dæmd afkvæmi en til heiðursverðlauna 118 stig og 50 dæmd afkvæmi. Í framhaldi af því að hross hljóta nú tvær aðaleinkunnir, með og án skeiðs, þannig verða afkvæmaverðlaun einnig veitt þeim stóðhestum sem hljóta 118 stig eða meira í aðaleinkunn kynbótamats án skeiðs. Áfram verður þó miðað við aðaleinkunn kynbótamatsins þegar hestum er raðað í verðlaunasæti á stórmótum.

Á þessum forsendum hefur t.d. Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum nú þegar náð lágmörkum til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi og rúmlega það. Hann hefur 120 stig í aðaleinkunn án skeiðs og á 122 dæmd afkvæmi.

Eftirfarandi hestar eru líklegir til að hljóta heiðursverðlaun á þessu ári á Íslandi raðað eftir aðaleinkunn kynbótamatsins eins og það stendur nú. Það er þó misjafnt hversu mörg afkvæmi þessarra hesta þurfi að koma til dóms til að þeir nái lágmörkum.

Nafn Uppruni Ae. Ae. án skeiðs Fj.afkvæma
Skýr Skálakoti 128 125 30
Hrannar Flugumýri II 125 122 32
Óskasteinn Íbishóli 122 113 45
Kjerúlf Kollaleiru 119 123 40
Loki Selfossi 118 127 42
Sveinn-Hervar Þúfu í Landeyjum 110 120 122

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar