Lilja Rún vann með yfirburðum

  • 8. apríl 2025
  • Fréttir
Lið ISI-Pack vann liðakeppnina í Meistaradeild æskunnar og Líflands

Lokamót Meistaradeildar æskunnar og Líflands fór fram á sunnudaginn en keppt var í slaktaumatölti og gæðingaskeiði.

Lilja Rún Sigurjónsdóttir vann einstaklingskeppnina með yfirburðum eða 63,3 stigum. Hún vann fyrstu þrjár greinarnar (tölt, fimmgang og gæðingalist), endaði í öðru sæti í gæðingaskeiði og slaktaumatölti og þriðja í tölti.

Annar varð Gabríel Liljendal Friðfinnsson með 34 stig og í þriðja Dagur Sigurðarson með 31 stig.

Lið ISI-Pack vann liðakeppnina en knapar í liðinu eru þeir Gabríel, Dagur, Ragnar Snær Viðarsson og  Róbert Darri Edwardsson og er þetta fjórða árið í röð sem þeir vinna liðakeppnina.

Næsta lið á eftir þeim er Kambur með 399 stig og þriðja lið Hrímnis með 384 stig. Í liði Kambs voru þær Lilja Rún Sigurjónsdóttir, Eik Elvarsdóttir, Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Elísabet Vaka Guðmundsdóttir og knapar í liði Hrímnis voru Elva Rún Jónsdóttir, Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir, Kristín Rut Jónsdóttir og Hjördís Halla Þórarinsdóttir

Efstu 10 í einstaklingskeppninni
  1. Lilja Rún Sigurjónsdóttir 63,3
  2. Gabríel Liljendal Friðfinnsson 34
  3. Dagur Sigurðarson 31
  4. Apríl Björk Þórisdóttir 23.3
  5. Elísabet Líf Sigvaldadóttir 23
  6. Ragnar Snær Viðarsson 21,3
  7. Elva Rún Jónsdóttir 19
  8. Hjördís Halla Þórarinsdóttir 16,5
  9. Jakob Freyr Maagaard Ólafsson 12
  10. Róbert Darri Edwardsson 11
Lokastaðan í liðakeppninni
  1. ISI-Pack 437.5
  2. Kambur 399
  3. Hrímnir 384
  4. TopReiter 300
  5. Toyota Selfossi/Lækjarbrekka 257.5
  6. HorseDay 198.5
  7. Vakurstaðir 193
  8. Brjánsstaðir 179
  9. Mósel 173.5
  10. Flagbjarnarholt/Pula 81.5

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar