Lilja Rún vann með yfirburðum

Lokamót Meistaradeildar æskunnar og Líflands fór fram á sunnudaginn en keppt var í slaktaumatölti og gæðingaskeiði.
Lilja Rún Sigurjónsdóttir vann einstaklingskeppnina með yfirburðum eða 63,3 stigum. Hún vann fyrstu þrjár greinarnar (tölt, fimmgang og gæðingalist), endaði í öðru sæti í gæðingaskeiði og slaktaumatölti og þriðja í tölti.
Annar varð Gabríel Liljendal Friðfinnsson með 34 stig og í þriðja Dagur Sigurðarson með 31 stig.
Lið ISI-Pack vann liðakeppnina en knapar í liðinu eru þeir Gabríel, Dagur, Ragnar Snær Viðarsson og Róbert Darri Edwardsson og er þetta fjórða árið í röð sem þeir vinna liðakeppnina.

Næsta lið á eftir þeim er Kambur með 399 stig og þriðja lið Hrímnis með 384 stig. Í liði Kambs voru þær Lilja Rún Sigurjónsdóttir, Eik Elvarsdóttir, Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Elísabet Vaka Guðmundsdóttir og knapar í liði Hrímnis voru Elva Rún Jónsdóttir, Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir, Kristín Rut Jónsdóttir og Hjördís Halla Þórarinsdóttir
Efstu 10 í einstaklingskeppninni
- Lilja Rún Sigurjónsdóttir 63,3
- Gabríel Liljendal Friðfinnsson 34
- Dagur Sigurðarson 31
- Apríl Björk Þórisdóttir 23.3
- Elísabet Líf Sigvaldadóttir 23
- Ragnar Snær Viðarsson 21,3
- Elva Rún Jónsdóttir 19
- Hjördís Halla Þórarinsdóttir 16,5
- Jakob Freyr Maagaard Ólafsson 12
- Róbert Darri Edwardsson 11
Lokastaðan í liðakeppninni
- ISI-Pack 437.5
- Kambur 399
- Hrímnir 384
- TopReiter 300
- Toyota Selfossi/Lækjarbrekka 257.5
- HorseDay 198.5
- Vakurstaðir 193
- Brjánsstaðir 179
- Mósel 173.5
- Flagbjarnarholt/Pula 81.5