Linda Björk nýr formaður LH
Linda Björk Gunnlaugsdóttir var kjörinn formaður LH til næstu tveggja ára á Landsþingi LH 2024 í Borgarnesi rétt í þessu. Linda Björk er fyrst kvenna til að verða formaður Landsambands hestamannafélaga.
Tveir voru í framboði, Guðni Halldórsson, fyrrum formaður LH, og Linda Björk. Guðni hlaut 64 atkvæði en Linda Björk hlaut 111 atkvæði. 175 atkvæði voru greidd.
Hagyrðingar hafa gert vart við sig á þinginu og nokkuð hefur verið um sendingar á vísum til fundarstjóra. Þessi vísa hér fyrir neðan var kveðin við tilefni kjörsins:
Linda fór í formannslag
fín af reynslu hokin
hörku keppni Guðna gaf
„gildur limur strokinn.“