Lisa Drath tekur við þjálfun á Konsert frá Hofi

Lisa og Konsert mynd: Aðsend
Eins og Eiðfaxi fjallaði um fyrr á þessu ári að þá var Konsert frá Hofi fluttur erlendis til eigenda síns, Frans Goetschalckx á búgarðinn Englahof (Enclavehof) í Belgíu.
Agnar Þór Magnússon sýndi Konsert í hans hæsta kynbótadóm á Landsmóti árið 2014 þar sem hann hlaut m.a. 10,0 fyrir tölt þá fjögurra vetra gamall. Jakob Svavar tók síðan við þjálfun hestsins og keppti á honum með góðum árangri.
Lisa Drath mun nú annast þjálfun Konserts og nota hann í keppni á komandi árum. Af því tilefni sagði Frans ,,Ég hef alltaf verið hrifinn af reiðstíl Lisu. Hún er hæfileikarík og undir henni hafa mörg hross blómstrað í keppni. Við erum því fullviss um það að Konsert er kominn í góðar hendur hjá Lisu og ég óska henni velgengni við þjálfun og sýningar á honum.“
Í samtali við Eiðfaxa sagðist Lisa vera stolt og ánægð að Frans, eigandi Konserts, skuli veita sér það tækifæri að þjálfa þennan magnaða hest.
Ný heimasíða Konserts er aðgengileg með því að smella hér