Þýskaland Lisa efst í fimmgangi á Lipperthof

  • 4. maí 2024
  • Fréttir

Lisa og Byr frá Strandarhjáleigu Ljósmynd: Ulrich Neddens

Sterkt mót fer fram í Þýskalandi um helgina

Íslandshestamennskan er í blóma um gjörvalla evrópu og nú fara fram mót víða um álfuna, bæði í íþrótta- og gæðingakeppni.

Um helgina fer fram eitt slíkt mót á Lipperthof í Þýskalandi þar sem keppt er í hefðbundnum greinum íþróttakeppninnar auk skeiðgreina,

Meðal þess helsta frá mótinu má nefna að efst í fimmgangi er Lisa Schürger á Byr frá Strandarhjáleigu með einkunnina 7,50. Lisa hefur ekki tekið þátt í keppni frá því á síðasta Heimsmeistaramóti en hún varð fyrir því leiðinlega atviki stuttu eftir það mót að slasast illa á öxl. Efst í fjórgangi er Elisa Graf á Eið vom Habichtswald með 7,87 í einkunn. Miðað við einkunnir er um mjög sterka keppni í fjórgangi að ræða.

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn frá mótinu sem birt er með góðfúslegu leyfi Eyja.net en hægt er að kaupa beint streymi frá mótinu HÉR. Auk Lisu og Byrs má meðal annars sjá Steffi Platner sýna Sölku frá Efri-Brú sem varð eftirminniega heimsmeistari í fyrra í fimmgangi ungmenna ásamt Glódísi Rún Sigurðardóttur.

Allar niðurstöður mótsins, sem lýkur á morgun, má skoða með því að smella hér.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar