Lisa keppnisknapi ársins 2022 í Þýskalandi

  • 5. janúar 2023
  • Fréttir

Lisa Schürger á Konsert frá Hofi Mynd: Eyja.net

Knapar, ræktendur og hross ársins í Þýskalandi samkvæmt lesendum Eyja.net

Á Eyja.net fór fram kosningu um „The best of 2022“ í Þýkalandi. Valið var af lesendum vefsins besti keppnisknapi ársins, besti kynbóta- og futurityknapi ársins, skeiðknapi ársins, efnilegasti knapi ársins, knapi ársins í yngri flokkunum, ræktandi ársins, nýliði ársins (hross) og gestgjafi ársins. Um 3.000 manns kusu í kosningunni sem fór fram á vefnum milli jóla og nýárs.

Lisa Schürger er keppnisknapi ársins 2022 í Þýskalandi. Hún varð þýskur og Mið-Evrópu meistari í tölti á Kjalari frá Strandarhjáleigu og í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum á Byr frá Strandarhjáleigu en Lisa og Byr eru einnig efst á WR listanum.

Frauke Schenzel er kynbóta og futurity knapi ársins 2022 í Þýskalandi. Frauke er þýskur og Mið-Evrópu meistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á Jódísi vom Kronshof og þær eru einnig efstar á WR listanum í samanlögðum fjórgangsgreinum.

Frauke og Jódís Mynd:Eyja.net

 

Vicky Eggertsson er skeiðknapi ársins en hún varð þýskur og Mið-Evrópu meistari í gæðingaskeiði á Tandra frá Árgerði.

Vicky and Tandri

 

Daniel Schulz er efnilegasti knapi ársins í Þýskalandi en hann varð þýskur meistari í slaktaumatölti á Spuna vom Heesberg

Daniel og Spuni Mynd: Eyja.net

 

Leonie Hoppe er knapi ársins í yngri flokkum en hún var þýskur meistari í slaktaumatölti og fimmgangi á Fylki vom Kranichtal (en þau urðu heimsmeistarar í fimmgangi á HM í Berlín 2019).

Leonie Mynd: Eyja.net

 

Kronshof ræktandi ársins en þau eru stærsta ræktunarbúið í Þýskalandi, staðsett suður af Hamborg. Á eftir Kronshof kom Akurgerði, ræktendur Josefin og Þórður Þorgeirsson og í þriðja voru þau jöfn ræktunarbúið Godemoor, ræktendur Venebrügge fjölskyldan, og ræktunarbúið Hartmühle, ræktandi Kerstin Reißmann.

Pála vom Kronshof nýliði ársins en hún er fimm vetra undan Óðni vom Habichtswald og Jódísi vom Kronshof. Hún var sigurvegari  futurity flokksins á Þýska meistaramótinu

Frauke og Pála Mynd: Eyja.net

 

Kóki Ólason er gestgjafi ársins en hann hélt Mið-Evrópumótið

Kóki Mynd: Eyja.net

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar