Ljósin kveikt og útvarp í gangi

  • 31. desember 2024
  • Fréttir
Hugum að hrossum okkar um áramót

Matvælastofnun minnir dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum á meðan á flugeldaskotum stendur á áramótum. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana fyrir gamlárskvöld og þrettándann.

  • Hestum eða búfénaði sem komnir eru á gjöf í húsum skal gefið vel, hafa ljósin kveikt og útvarp í gangi.
  • Gott er að gefa vel hey hestum eða búfénaði sem eru úti við eða á útigangi og halda þeim á kunnuglegum slóðum, þar sem þau fara sér síður að voða ef hræðsla grípur þá. Ef hægt er að setja hesta inn er það öruggast.
  • Eigendur ættu helst að fylgjast með hestunum ef því er komið við, eða alla vega vitja þeirra sem fyrst eftir lætin.

Almenn notkun skotelda er einungis heimil á tímabilinu 28. desember til 6. janúar og þá aðeins frá klukkan tíu að morgni til tíu að kvöldi, að nýársnótt undanskilinni, sbr. reglugerð um skotelda. Í reglugerðinni er líka tilgreint að sérstakt tillit skuli tekið til dýra og að bannað sé að nota skotelda við gripahús.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar