Ljóst hvaða stóðhestar mæta með afkvæmahópa á landssýningu

  • 24. júní 2020
  • Fréttir

Konsert frá Hofi á nú 29 langflest þeirra er 4.og 5.vetra gömul

Nýtt kynbótamat leit dagsins ljós í morgun

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á Worldfeng fyrir alls 448.437 hross.
Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 33.046 kynbótadómur og skiptist eftir löndum: Ísland 20.635, Svíþjóð 4.064, Þýskaland 3.339, Danmörk 2.532, Noregur 1.158, Austurríki 302, Finnland 280, Holland 270, Bandaríkin 224, Kanada 117, Sviss 86 og Bretland 39. Alls var tekið tillit 915 arfgerðargreindra hrossa í útreikningum.

Það er því ljóst hvaða afkvæmahestar mæta á Landssýningu kynbótahross á laugardaginn og í hvaða röð þeir raðast byggt á kynbótamatinu.

Skýr frá Skálakoti, Óskasteinn frá íbishóli og Loki frá Selfossi munu allir mæta með afkvæmahópa og taka við heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi en ljóst er að Skýr frá Skálakoti er Sleipnisbikarhafi. Það verður fróðlegt að sjá afkvæmahópa þessara hesta og sjá hvað í þeim býr. Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum hlýtur einnig heiðursverðlaun á árinu en því miður mætir ekki afkvæmahópur undan honum á laugardaginn.

Skaginn frá Skipaskaga hækkar umtalsvert í kynbótamatinu núna og trónir á toppnum yfir 1.verðlauna hesta fyrir afkvæmi. Þeir Konsert frá Hofi og Ölnir frá Akranesi ná lágmörkum en lækka frá því í vor. Allir þessi hestar munu mæta með glæsilega afkvæmahópa á Landssýningu á laugardaginn kemur auk þess hafði Stormur frá Herríðarhóli náð lágmörkum fyrir vorsýningarnar og afkvæmahópur hans mætir einnig á Landssýningu. Borði frá Fellskoti hefur einnig náð lágmörkum til 1.verðlauna fyrir afkvæmi en því miður mætir ekki afkvæmahópur undan honum á laugardaginn.

 

Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi Aldur Aðaleinkunn Aðaleinkunn án skeiðs Fjöldi sýndra
Skýr frá Skálakoti 13 125 123 52
Óskasteinn frá Íbishóli 15 119 109 53
Loki frá Selfossi 16 117 126 50
Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum 26 109 119 122
1.verðlaun fyrir afkvæmi Aldur Aðaleinkunn Aðaleinkunn án skeiðs Fjöldi sýndra
Skaginn frá Skipaskaga 11 125 119 15
Konsert frá Hofi 10 118 117 29
Ölnir frá Akranesi 11 118 113 18
Stormur frá Herríðarhóli 16 116 120 21
Borði frá Fellskoti 20 112 120 24

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<