Lokaþáttur af „Á mótsdegi“ kemur út í kvöld

Eiðfaxi TV hefur verið að sýna beint frá Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum ásamt því að gefa út annað efni tengt deildinni. Í kvöld kl 20:00 kemur út síðasti þáttur í þáttaröðinni Á MÓTSDEGI. Þættirnir gefa áhorfendum innsýn í það hvernig það er að vera keppandi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum, hvað felst í undirbúningi og hvernig mótsdagurinn lítur út frá sjónarhóli keppendans.
Í þetta skiptið var Jóni Ársæli Bergmann fylgt eftir en hann keppti á Halldóru frá Hólaborg í tölti en þau enduðu í fimmta sæti með 8,22 í einkunn og var þetta frumraun þeirra í tölti. Keppti hann einnig í flugskeiðinu á Rikka frá Stóru-Gröf og vann liðið hans Sumarliðabær liðakeppnina.
„Þetta er síðasti þátturinn í seríunni og hann endaði með þvílíku trompi! Ég þakka kærlega fyrir mig og allan stuðninginn í gegnum veturinn,“ segir Ásta Björk þáttarstjórnandi.
Ekki missa af þessum þætti og svo miklu meira til á www.eidfaxitv.is og tryggðu þér áskrift. Enskur og þýskur texti í boði.