Lykill hlýtur 1.verðlaun fyrir afkvæmi

  • 2. desember 2019
  • Fréttir
Fleiri stóðhestar bætast í hóp þeirra sem afkvæmaverðlaun hljóta á erlendri grundu

Lykill frá Blesastöðum hlaut á dögunum 1.verðlaun fyrir afkvæmi, en hann er staðsettur í Þýskalandi. Lykill er með 120 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins og á 40 dæmd afkvæmi.

Lykill er fæddur árið 1998 og er því 21. vetra. Hann er undan Orra frá Þúfu í Landeyjum og Raun frá Húsatóftum. Orri er einn farsælasti kynbótahestur sögunnar og varð hann Sleipnisbikarshafi árið 2000. Raun hefur reynst góð ræktunarhryssa og hlaut hún heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2010.

Lykill var fluttur til Þýskalands einungis tveggja vetra gamall. Hann var sýndur fyrst í kynbótadómi ári 2003 og hlaut þá í aðaleinkunn 8,30. Fyrir sköpulag 8,20, fyrir hæfileika 8,36 og í aðaleinkunn 8,30. Hann var fulltrúi Íslands á HM sama ár en þar lækkaði hann þá frá fyrri dómi. Hlaut fyrir sköpulag 7,93, fyrir hæfileika 8,14 og í aðaleinkunn 8,06. Sýnandi hans var eigandinn Uli Reber.

Ræktandi Lykils er Magnús Trausti Svavarsson.

Mynd sem fylgir fréttinni er fenginn af heimasíðu Lipperthof

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar