„Maður á að þora að hlusta á sjálfan sig og hestinn“

Anne Stine Haugen keppir fyrir hönd Noregs á glæsihestinum Hæmi frá Hyldsbæk. Þau áttu frábæra sýningu í fjórgangi og uppskáru í einkunn 8,20 og eru í afgerandi forystu sem stendur.
Eiðfaxamenn gripu Anne Stine í viðtal strax að forkeppni lokinni þar sem hún fer yfir víðan völl um aðdraganda mótsins og samband þeirra Hæmirs.