Maður ársins 2023

  • 21. desember 2023
  • Fréttir
Síðasti séns til að tilnefna manneskju ársins í hestamennsku 2023

Lesendum Eiðfaxa gefst nú færi á að útnefna manneskju ársins 2023 úr röðum hestafólks og allra þeirra sem hafa einhverja tengingu við hestamennsku. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar.

Tekið er við tilnefningum með því að smella á þennan link HÉR. Frestur til að tilnefna rennur út fimmtudaginn 21. desember. Í tilnefningunni þarf nafn viðkomandi að koma fram auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi á skilið að vera útnefndur sem maður ársins 2023.

Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver og einn fær. Á milli þeirra fimm sem fá flestar tilnefningarnar fer svo fram atkvæðagreiðsla á vef Eiðfaxa yfir jólin. Manneskjan sem verður fyrir valinu verður heiðruð í lok árs.

Þetta er í annað skipti sem Eiðfaxi stendur fyrir vali á manni ársins úr röðum hestamanna og verður spennandi að sjá hver hlýtur þann heiður árið 2023. Við á Eiðfaxa vonumst eftir góðri þátttöku.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar