„Maður fær netta gæsahúð“

Þá eru hross og knapar í landsliði Íslands fyrir heimsmeistaramótið í Sviss farnir út og mættir á mótssvæðið. Í gær héldu hestarnir af stað og knaparnir flugu í morgun.
Eiðfaxi var á Keflavíkurflugvelli í gær þegar verið var að koma hrossunum um borð og hitt á Kristinn Skúlason formann landsliðsnefndar sem fór yfir skipulag næstu dag og hvað sé framundan hjá knöpum og hestum.