Máni sópaði að sér verðlaunum

  • 12. nóvember 2023
  • Fréttir

Máni Hilmarsson knapi ársins. Ljósmynd: SIF Avel

Uppskeruhátíð hestamanna í Svíþjóð fór fram nú um helgina í Uppsala. Helgin var undirlögð í fyrirlestrum og fundarhöldum en sænsku Íslandshestasamstökin voru með viburði bæði á laugardag í formi hinna ýmsu fyrirlestra og umræðna sem tengjast ræktun, keppni og ýmsu öðru. Á laugardagskvöldið fór svo fram árshátíð og kvöldverður þar sem knöpum og ræktendum voru veitt verðlaun.

Það má segja að í flokki fullorðinna knapa hafi Máni sópað til sín verðlaun en hann var útnefndur kynbótaknapi, keppnisknapi og knapi ársins.

Máni átti gott ár á keppnisbrautinni og þá kannski helst á Gljátopp frá Miðhrauni en þeir urðu m.a heimsmeistarar í slaktaumatölti.

Þá var ræktunarbúið Smedjan, þaðan sem þau Jesper og Pernilla Eurenius rækta hross, vali ræktunarbú ársins.

 

Jesper og Pernilla ræktendur ársins. Ljósmynd: Sif Avel

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar