Margir hátt dæmdir hestar fluttir úr landi á árinu

  • 11. desember 2019
  • Fréttir
Það sem af er ári hafa 140 1.verðlauna hross verið flutt úr landi til 11 mismunandi landa, þar af eru 86 hestar.

Meðaleinkunn þeirra fyrir sköpulag er 8,22, meðaleinkunn fyrir hæfileika 8,30 og meðtaltal aðaleinkunnar 8,30. Flestir voru hestarnir fluttir til Þýskalands alls 26, 20 voru fluttir til Danmerkur, þrettán til Svíþjóðar, 8 til Austurríki, 8 til Sviss, 4 til Noregs, 3 til Hollands, 2 til Færeyja, 2 til Kanada og einn til Frakklands.

Hæst dæmdur af þeim er Árblakkur frá Laugasteini sem fór til Þýskalands síðastliðið vor. Hann hlaut í hæsta dómi 8,28 fyrir sköpulag, 9,20 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,83.

Næst hæst dæmdur er Landsmótssigurvegarinn Nói frá Stóra-Hofi, en hann var fulltrúi Íslands í flokki sjö vetra stóðhesta og eldri, örlítil meiðsli komu þó í veg fyrir það að hann kæmi til dóms á HM. Nói hlaut í hæsta dómi 8,68 fyrir sköpulag, 8,75 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,73. Nóa er ætlað að kynbæta Þýska stofninn.

Glaður frá Prestsbakka var fluttur til Danmerkur á árinu en hann heftur hlotið fyrir sköpulag 8,48, fyrir hæfileika 8,90 og í aðaleinkunnn 8,73.

Elsti hesturinn er 16.vetra en sá yngsti fjögurra vetra.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir alla útflutta hesta það sem af er ári.

Nafn Uppruni Útflutningsland Aðaleinkunn
Árblakkur Laugasteini DE 8,83
Nói Stóra-Hofi DE 8,73
Glaður Prestsbakka DK 8,73
Spaði Barkarstöðum DE 8,68
Trausti Þóroddsstöðum DK 8,66
Álfarinn Syðri-Gegnishólum DE 8,65
Örvar Efri-Hrepp DK 8,61
Sesar Steinsholti DE 8,56
Hængur Bergi DE 8,55
Meitill Skipaskaga SE 8,55
Sproti Innri-Skeljabrekku AT 8,54
Losti Ekru CH 8,51
Karl Torfunesi NO 8,51
Hrókur Hjarðartúni CH 8,50
Monitor Miðfelli 5 DK 8,48
Bruni Brautarholti NL 8,47
Klakinn Skagaströnd DE 8,46
Laxnes Lambanesi NO 8,46
Múli Bergi DE 8,44
Stormur Stokkhólma SE 8,44
Magni Þjóðólfshaga 1 DE 8,43
Hrókur Efsta-Dal II CA 8,41
Hildingur Bergi FR 8,41
Verðandi Árbæ AT 8,40
Prins Hellu AT 8,39
Öðlingur Hárlaugsstöðum 2 SE 8,38
Finnur Eyri DE 8,36
Ísak Dýrfinnustöðum NO 8,36
Smári Strandarhjáleigu DK 8,35
Dór Votumýri 2 DE 8,34
Miðill Kistufelli SE 8,33
Sesar Þúfum DK 8,32
Reynir Margrétarhofi DK 8,32
Kolfinnur Varmá AT 8,31
Spói Kjarri DK 8,30
Austri Úlfsstöðum DK 8,29
Ömmustrákur Ásmundarstöðum 3 AT 8,28
Börkur Efri-Rauðalæk DE 8,28
Þrumufleygur Álfhólum DE 8,27
Erpur Brimnesi DE 8,26
Möttull Túnsbergi NO 8,25
Svartur Skipaskaga SE 8,25
Hljómur Gunnarsstöðum I DE 8,24
Sjarmör Varmalæk DK 8,22
Valtýr Leirubakka AT 8,21
Silfri Húsatóftum 2a DE 8,21
Andi Kálfhóli 2 CH 8,19
Gói Þjóðólfshaga 1 DK 8,19
Stólpi Skör SE 8,19
Ögri Ríp DE 8,18
Stormur Sólheimum DK 8,18
Skírnir Kverná CH 8,17
Sturlungur Leirubakka DK 8,17
Vonandi Bakkakoti NL 8,17
Kvartett Túnsbergi SE 8,17
Léttfeti Reykjadal AT 8,16
Dalvar Horni I CH 8,15
Hektor Skíðbakka III AT 8,13
Stefnir Þjóðólfshaga 1 CA 8,13
Frægur Strandarhöfði DE 8,13
Skagfjörð Skáney NL 8,12
Flaumur Sólvangi DK 8,11
Gulltoppur Stað DE 8,10
Pílatus Þúfum DE 8,10
Hrynjandi Horni I SE 8,09
Fylkir Vorsabæ II DE 8,08
Askur Brúnastöðum 2 DE 8,07
Tópas Efri-Rauðalæk DE 8,07
Stimpill Hestheimum DE 8,07
Vaðlar Svignaskarði SE 8,07
Hver Hverhólum CH 8,06
Bikar Sperðli DK 8,06
Glóbus Halakoti DK 8,06
Kolur Engihlíð SE 8,06
Stillir Syðri-Gegnishólum CH 8,04
Barón Eystra-Fróðholti DK 8,04
Tónn Steinnesi DE 8,03
Trausti Blesastöðum 1A DK 8,03
Dans Álfhólum DK 8,02
Glæsir Hrísum 2 DK 8,02
Þytur Gegnishólaparti FO 8,02
Dáti Skipaskaga SE 8,02
Hrímnir Vatnsleysu SE 8,02
Þór Eystra-Fróðholti CH 8,00
Grettir Hvalnesi DE 8,00
Eldur Hvalnesi DE 8,00
Glæsir Torfunesi SE 8,00

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar