Margrét Halla Reykjavíkurmeistari í tölti T7 2.flokki
Margrét Halla Hansdóttir Löf vann tölt T7 í 2. flokki á Reykjavíkurmeistaramótinu. Hún keppti á Óskaneista frá Kópavogi og hlutu þau 6,50 í einkunn. Margrét Hall er jafnframt Fáksfélagi og er því Reykjavíkurmeistarinn.
Önnur varð Erla Katrín Jónsdóttir á Hörpu frá Horni og þriðja Edda Eik Vignisdóttir á Laka frá Hamarsey.
Niðurstöður
A úrslit – Tölt T7 – 2. flokkur
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Margrét Halla Hansdóttir Löf Óskaneisti frá Kópavogi Jarpur/milli-stjörnótt Fákur 6,50
2 Erla Katrín Jónsdóttir Harpa frá Horni Rauður/milli-blesa auk leista eða sokkavagl í auga Fákur 6,25
3 Edda Eik Vignisdóttir Laki frá Hamarsey Brúnn/milli-einlitt Sprettur 5,92
4 Svala Rún Stefánsdóttir Hamingja frá Hásæti Jarpur/dökk-stjörnótt Fákur 5,83
5 Birna Ólafsdóttir Andvari frá Skipaskaga Rauður/milli-einlitt Fákur 5,75
6 Ingunn Birta Ómarsdóttir Júní frá Fossi Bleikur/álóttureinlitt Fákur 4,83