María efst í elsta flokki hryssa
Alls voru 263 hryssur sýndar í flokki þeirra sem eru sjö vetra og eldri á Íslandi í ár. Hæst dæmd þeirra er María frá Vatni sem hlaut í aðaleinkunn 8,75 sýnd af Axel Erni Ásbergssyni hlaut hún fyrir sköpulag 8,34 og hæfileika 8,98 og þar af 9,5 fyrir samstarfsvilja og 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið, greitt stökk og fegurð í reið. María er sú hryssa sem hæsta hæfileikaeinkunn hlaut í þessum aldursflokki en hún undan er Kiljani frá Steinnesi og Hrefnu frá Vatni, ræktandi og eigandi er Sigurður Hrafn Jökulsson.
Hæstan sköpulagsdóm sjö vetra og eldri hryssa hlaut Dikta frá Fornustöðum en hún, líkt og María, er undan Kiljani frá Steinnesi en móðir er Snilld frá Reyrhaga. Ræktendur hennar og eigendur eru María Steinunn Þorbjörnsdóttir og Þórir Haraldsson en sýnandi var Guðmundur Björgvinsson. Dikta hlaut 8.82 fyrir sköpulag og þar af 9,5 fyrir bak og lend og 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, samræmi og hófa
Efstu sjö vetra og eldri hryssur ársins 2025
| Aðaleinkunn | Sköpulag | Hæfileikar | Nafn | Uppruni í þgf. | Sýnandi |
| 8.75 | 8.34 | 8.98 | María | Vatni | Axel Örn Ásbergsson |
| 8.69 | 8.37 | 8.85 | Eind | Grafarkoti | Bjarni Jónasson |
| 8.69 | 8.59 | 8.74 | Ísbjörg | Blesastöðum 1A | Árni Björn Pálsson |
| 8.64 | 8.35 | 8.80 | Kempa | Kjarnholtum I | Brynja Kristinsdóttir |
| 8.63 | 8.42 | 8.75 | Ímynd | Litla-Dal | Daníel Jónsson |
| 8.62 | 8.54 | 8.66 | Gleði | Hólaborg | Jakob Svavar Sigurðsson |
| 8.62 | 8.17 | 8.85 | Regína | Skeiðháholti | Brynja Kristinsdóttir |
| 8.6 | 8.24 | 8.78 | Harpa | Höskuldsstöðum | Jón Ársæll Bergmann |
| 8.58 | 8.64 | 8.55 | Viska | Haukagili Hvítársíðu | Flosi Ólafsson |
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Tilnefningar til keppnishestabús ársins
Sörli heldur Íslandsmót 17. til 21. júní